Handbolti - Fundur um framtíð kvennahandboltans

04.maí.2007  10:51

Verður haldinn í kvöld (föstudag) kl. 18:00

Handnattleiksdeild ÍBV boðar til opins fundar í Týsheimilinu í kvöld kl. 18:00 þar sem verða rædda málefni kvennahandboltans þar sem nú er komið fólk sem vill fara í stjórn kvennahandboltans og starfa þar að málefnum hans. Aftur á móti virðist aðalstjórn félagsins ekki vera þessu sammála og þessi mál þarf því að ræða á þessum fundi.

Við hvetjum alla áhugamenn sem bera haga kvennahandboltans fyrir brjósti að mæta á þennan fund þannig að ekki verði barið niður það fólk sem vill starfa fyrir kvennaboltann í Eyjum.

Viljum við hvetja kvennfólk, áhugafólk um kvennaíþróttir, bæjarstjórn, nefndarfólk í menningar- og tómstundarráði og stjórnarmenn hjá ÍBV héraðssambandi til að mæta á þennan fund og berjast fyrir því að hér séu reknir meistaraflokkar í kvennaíþróttum eins og karlamegin.