Handbolti - Pepsímót 6. flokks

27.apr.2007  19:16

Úrslit klár, Stjarnan, Grótta og FH Pepsímótsmeistarar.

Nú er Pepsímótinu lokið og varð Stjarnan meistari A liða eftir sigur í hörku úrslitaleik gegn Selfossi 7-6, B liðs meistarar urðu Grótta eftir sigur á ÍBV 11-6 og í C liðum varð FH meistari eftir sigur gegn Selfossi í hörkuleik sem endaði 3-2. Handboltadrengur mótsins var valinn Daníel Ísak Gústafsson í Haukum.

Við óskum öllum þáttakendum og þeim aðstandendum sem komu á mótið kærlega fyrir komuna til Eyja og vonum að dvöl þeirra hafi verið ánægjuleg.

Úrslit mótsins má sjá undir handbolti og 6. flokkur Pepsímót hér vinstra megin á síðunn eða þessum link hér.

Ef félög hafa verið að taka myndir á mótinu er þeim velkomið að koma þeim til okkar og við setjum þær inn á netið.

Nú eru komnir til Eyja hátt í 500 drengir sem munu leika í 6. flokki í handbolta og er þetta síðasta Íslandsmót vetrarsins. Við munum reyna eftir bestu getu að uppfæra úrslit hér eins fljótt og við getum. Þá munum við í dag setja inn viðtöl á eftir á Halli TV hér á síðunni til hægri og er nú þegar nokkur komin inn.

Mótsgestir geta farið í dag, laugardag, FRÍTT í boði Vestmannaeyjabæjar og ÍBV á Fiska- og Náttúrugripasafn Vestmannaeyja við Heiðarveg á milli kl. 12-17.

Þá býður Ferðaþjónusta Vestmannaeyja upp á bátsferð innan hafnar í dag, laugardag, og er verð kr. 250 per mann. Pantanir eru í síma 861-4884 (Simmi).