Handbolti - Stórmót í handbolta -6.fl.drengja

25.apr.2007  10:57
Um helgina fer fram lokaumferð í Íslandsmóti 6. fl. drengja hér í Eyjum. Um 500 þátttakendur úr 50 liðum víðs vegar að, taka þátt í mótinu. Mótið stendur alla helgina. Bæjarbúar eru hvattir til að sýna drengjunum tillitssemi, bæði í umferðinni og annars staðar. Úrslitaleikir mótsins verða kl.12.30 í Íþróttahúsinu.