Handbolti - ÍBV Íslandsmeistarar !

22.apr.2007  15:28

ÍBV stelpurnar í 4. fl unnu það glæsilega afrek í dag, að verða Íslandsmeistarar í bæði A og B liðum. Unnu KA með talsverðum mun fyrr í dag og síðan Stjörnuna í A liða keppninni 23-19 í hörkuleik. Sannarlega frábær árangur undir öruggri handleiðslu Unnar Sigmarsdóttur þjálfara. Þetta eru stelpurnar, sem við Eyjamenn ætlum að byggja á framtíðarlið í kvennaboltanum. Nú verðum við að standa vel við bakið á þessum stúlkum og leggja mikla rækt við þennan frábæra kjarna, sem Unnur á mestan þátt í að búa til. TIL HAMINGJU STELPUR, við Vestmannaeyingar erum stoltir af ykkur.

Við munum taka á móti stelpunum á flugvellinum milli hálf sjö og sjö í kvöld. Hvetjum áhugafólk til að mæta, og fagna frábærum árangri.