Handbolti - UNNUR BÓA gerið það gott-Gleðifréttir af 4.fl.kvenna

21.apr.2007  19:17

Stelpurnar í 4.fl. gera það gott í úrslitakeppni handboltans. Þeir eru komnar í úrslit bæði í A og B liðum unnu fyrr í dag Hauka í B 19-15, og A liðið vann Víking 20-14. Á morgun leikur B liðið til úrslita við KA kl. 11.20 og kl. 14.00 leika A lið ÍBV og Stjörnunnar til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Sannarlega glæsilegur árangur nú þegar, sendum stelpunum baráttukveðjur. Greinilega góður efniviður hér á ferð, undir öruggri handleiðslu Unnar Sigmarsdóttur þjálfara.