Handbolti - Öruggt gegn Selfossi

15.apr.2007  13:42

ÍBV vann öruggan sigur gegn Selfyssingum í gær í mfl. karla í handbolta. Selfyssingar leiddu reyndar í hálfleik með þremur mörkum. Eyjapeyjar settu í gírinn í s.h. og keyrðu yfir andstæðingana á kafla og gerðu út um leikinn. Lokatölur 34-31. Gintaras notaði alla leikmenn liðsins, greinilegt er að hann er að gera góða hluti með yngri leikmenn, sem eru bráðefnilegir. Gaman verður að sjá þessa stráka eflast og styrkjast í framtíðinni. Það er góður efniviður á ferðinni, sem þarf að veita næga athygli í náinni framtíð.