Handbolti - Mfl. karla gegn Selfoss á laugardag

12.apr.2007  14:30

Vestmannaeyingum gefst tækifæri til að samfagna mfl. karla á laugardag. Liðið leikur þá gegn Selfyssingum í 1. deildinni. Strákarnir hafa nú þegar tryggt sér sæti é efstu deild að ári.

Hvetjum alla íþróttaáhugamenn að mæta og sýna þakklæti í verki, með því að mæta í Íþróttahöllina. Leikurinn hefst kl. 14.00. Upp með ÍBV.