Fótbolti - Margrét Lára með fyrirlestur og æfingu 2. í páskum

08.apr.2007  20:04

Eyjastúlkan Margrét Lára Viðarsdóttir, ein kunnasta og besta knattspyrnukona landsins, mun verða með fyrirlestur og æfingu á morgun, 2. í páskum. Fyrirlesturinn fer fram í fundarherberginu í Íþróttahúsinu kl. 10.00 og mun æfingin verða strax á eftir í stóra salnum í Íþróttahúsinu. Er þetta hvoru tveggja fyrir stúlkur í 2., 3. og 4.flokki kvenna.

Hvetjum við allar þær stelpur sem geta til að mæta því að þetta er einstakt tækifæri.