Fótbolti - Æfingaferðin sem að hófst í dag

30.mar.2007  16:22

Datt í hug að setja svona smá pistil hérna inn til að gefa fólki upp planið í æfingaferðinni, það er greinilegt á planinu að það verður ekkert gefið eftir og í nógu að snúast hjá hópnum.

Föstudagur 30 mars:
Mæting kl 06:00 í Bústaði. Rúta til Keflavíkur.
Flogið út 09:30 (lenntir á Alicante um 16:00).

Meistaraflokkur
Laugardagur 31 mars: Æfing kl 9:00 og 15:30
Sunnudagur Æfing kl 9:00 og 15:30
Mánudagur Æfing kl 9:00 og 15:30
Þriðjudagur Æfing kl 9:00 og 15:30
Miðvikudagur Leikur kl 12:00 við Levante-Æfing 16:30
Fimmtudagur Æfing kl 9:00 og 15:30
Föstudagur Æfing kl 9:00
Leikur 18:00 Alfaz Del PI C.F (Heimalið)
Laugardagur 07 apríl Æfing kl 9:00

2.flokkur.
Laugardagur 31 mars: Æfing 10:00 og 16:30
Sunnudagur Æfing 10:00 og 16:30
Mánudagur Æfing 10:00 og 16:30
Þriðjudagur Æfing 10:00 og (Leikur við Valencia)
Miðvikudagur Æfing 10:00 og 15:30
Fimmtudagur Æfing 10:00 og 16:30
Föstudagur Leikur 10:30 Fuenlabrada (Madrid)
Leikur 17:00 Tona C.F (Barcelona)
Laugardagur 07 apríl Leikur 10:30 C.F Foietes (Benedorm)
Leikur 18:00 Leikur um sæti

Brottför frá Alicante um 23:05 (lenntir í Keflavík um 02:00) farið beint í rútu á svefnstað þar sem svefnpokar og dýnur bíða þeirra sem skildu það eftir á útleiðinni – hinir sjá um sig..

Sunnudagur 08 apríl kl: 10:30 Fer rútan til Þorlákshafnar frá Bústöðum- kl 12:00 Herjólfur fer til Eyja.

ÍBV sendir 45 manna hóp í þessa ferð. Það þarf ekki nema einn úr hópnum til að setja svartann blett á allan hópinn og félagið

Allir æfa í eins æfingagöllum. Sami galli báðar æfingar. Eftir seinni æfingu dagsins eru æfingafötin þrifin - það er á ábyrgð leikmanna að koma þeim á tilskilinn stað í þvott.

Fararstjórar í ferðinni eru:
Kiddi Gogga sem er æðstráðandi ferðarinnar.
Jón Óskar Þórhallsson sem er umsjónarmaður meistaraflokks
Þorvarður Þorvarlds (Varði) sem er umsjónarmaður 2.flokks.
Kolbrún Sól Ingólfsdóttir er sjúkraþjálfari ÍBV í ferðinni og verður það áfram í sumar. Við bjóðum hana velkomna til starfa.