Handbolti - Sjálfboðaliðar óskast

29.mar.2007  09:47

Handknattleiksdeild ÍBV leitar að fólki sem getur aðstoðað við vinnslu fermingaskeyta. Þessi vinna fer fram næstu þrjár helgar á fermingadögunum og við leitum eftir fólki sem getur aðstoðað einhvern þessa fermingadaga.

Við vonum að fólk taki jákvætt í þetta og sýni þannig vilja í verki til að aðstoða við handboltastarfið.

Þau ykkar sem geta rétt okkur hjálparhönd er bent á að hafa samband við Bibba í síma 891-8011, Viktor í síma 896-4791 eða Hlyn 896-4791.