Það er sérstök ánægja að tilkynna ykkur um að ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að setja á laggirnar ferðasjóð undir stjórn ÍSÍ og gera um það mál þriggja ára samning með 180 milljón króna framlagi, þ.e. 30 milljónir 2007, 60 milljónir 2008 og 90 milljónir 2009, segir Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, bréfi sem hann hefur sent félögum innan hreyfingarinnar.
Þessi tíðindi eru í raun vatnaskil í ferðakostnaðarmálum íþróttahreyfingarinnar. Nú þarf ÍSÍ að útbúa sérstakar reglur um úthlutanir, láta hanna sérstakt forrit til að skrá ferðakostnað hreyfingarinnar og kynna þessar nýju reglur, segir Stefán jafnframt.