Handbolti - TIL HAMINGJU ÍBV

26.mar.2007  20:31
Karlalið ÍBV tryggði sér í kvöld sæti í efstu deild í handbolta, á næsta keppnistímabili. Liðið sigraði FH í Hafnarfirði örugglega með fimm marka mun 29-24. Þetta er glæsilegur árangur hjá strákunum, undir öruggri stjórn Gintaras Savukynas þjálfara. ÍBV liðið hefir verið á bullandi siglingu að undanförnu, og virðist vera komið í fantaform. Enn eru eftir þrír leikir hjá liðinu, en ekkert lið getur náð ÍBV að stigum í öðru sæti 1. deildar. TIL HAMINGJU ÍBV STRÁKAR.