Handbolti - Næstu leikir í handbolta.

22.mar.2007  08:32

Á laugardag verða bæði karla- og kvennaliðin okkar í eldlínuni.Karlaliðið leikur gegn FH á útivelli kl. 15.00, sigur hjá okkar mönnum tryggir úrvalsdeildarsæti að ári. Við treystum á góða mætingu Eyjamanna á fastalandinu. Vonumst eftir miklum stuðningi. Áfram ÍBV. Upp með ÍBV.

Kl. 14.00 koma Akureyringar í heimsókn í kvennaboltanum. Akureyrarliðið skartar tveimur Eyjastelpum. Bæði Þórsteina Sigurbjörnsdóttir og Ester Óskarsdóttir leika þar stórt hlutverk. ÍBV liðið þarfnast sigurs, eftir erfiða tíma að undanförnu.