Handbolti - Góður kvennaleikur hjá ÍBV.

22.mar.2007  08:21

Það var harður slagur hjá konunum okkar í gærkvöld. Baráttuglaðar Eyjastelpur höfðu lengst af forystuna gegn nýkrýndum bikarmeisturum Hauka. Höfðu þriggja marka forystu í hálfleik. Svo fór þó að lokum , að Haukar höfðu sigur 25-22. Ekaterina markvörður liðsins átti frábæran leik, sem og Pövlurnar tvær. Liðið skortir tilfinnanlega breidd, og hafði hreinlega ekki úthald í sigur.