Handboltadeildin stóð fyrir veglegu herrakvöldi s.l. laugardagskvöld. Metþátttaka var eða um 180 manns. Frábær matur var framreiddur undir stjórn Kára Vigfússonar. Ræðumaður kvöldsins, Bjarni Harðarson tilvonandi þingmaður, fór á kostum . Þema kvöldsins voru framsæknar "tillasögur" frá ýmsum tímum. Bjarni er sem kunnugt, vel að sér í fornsögunum. Hann vitnaði meðal annars í sögu Bósa ok Herrauðs í erindi sínu, sem var mjög "fróðlegt". Fram kom einnig magadansmær frá Brasilíu, hún fékk nokkra viðstadda til þátttöku í þessari göfugu dansmennt. Magnús Bragason á að öðrum ólöstuðum frumkvæði að þessum herrakvöldum. ÍBV Íþróttafélag vill þakka honum og öllum þeim, sem leggja sitt af mörkum, kærlega fyrir þeirra framlag til eflingar félagsins.