Fótbolti - Bjarni Hólm hjá Falkirk

18.mar.2007  14:53
Næstu dagana mun Bjarni Hólm dvelja við æfingar hjá Falkirk í Skotlandi, en þetta skoska úrvalsdeildarlið er eitt af þeim liðum se hafa verið að spyrjst fyrir um Hólmes síðustu vikur, en ákveðið var að gefa öðrum liðum ekki tækifæri á leikmanninum að svo stöddu.
Hólmes fær því viku í Skotlandi í góðu yfirlæti til þess að sannfæra skotana um að hann sé sá leikmaður sem að þá vantar.
Næsti leikur liðsins er svo daginn fyrir brottför til Spánar gegn Reykjavíkur Þrótti í Laugardalnum, nánar um það síðar.
Matt Garner meiddist í sigurleikum gegn Fram og verður frá í allavega 3 vikur.