Fótbolti - Bjarni Rúnar með nýjan samning

12.mar.2007  10:16

Bjarni Rúnar Einarsson hefur samið við ÍBV til tveggja ára. Þetta er mikill fengur fyrir félagið enda Bjarni Rúnar sá leikmaður sem stuðningsmenn ÍBV hafa bundið hvað mestar vonir við síðustu tvö ár. Bjarni sem hefur verið inn og út úr byrjunarliðinu síðustu ár en hefur skorað 4 mörk í 49 leikjum fyrir meistaraflokk ÍBV. Bjarni Rúnar hefur verið fyrirliði ÍBV í vorleikjunum það sem af er og er þrátt fyrir ungan aldur einn af elstu leikmönnum liðsins.

Við vonum að þetta sé sumarið sem Bjarni Rúnar springur út og óskum honum til hamingju með nýja samninginn.