Handbolti - Viðræður við Gintaras

07.mar.2007  14:51

Nú standa yfir viðræður við litháann Gintaras um áframhaldandi þjálfun mfl. karla næsta keppnistímabil.Gagnkvæmur áhugi og traust ríkir milli aðila. Vonir standa til að samningar náist innan tíðar. Mfl karla er nú í öðru sæti fyrstu deildar, og á góða möguleika á sæti í efstu deild í vor. Fyrir liggur, að Hlynur Sigmarsson og Viktor Ragnarsson munu draga sig í hlé að loknu yfirstandandi keppnistímabili. Þeir hafa leitt störf handknattleiksdeildar um langt skeið, og unnið frábært starf fyrir félagið. Unnið er að því að fá nýtt fólk til starfa fyrir handboltann næsta keppnistímabil.