Um síðustu helgi var deildarmót hjá 5. flokki kvenna í handbolta. Árangurinn var mjög góður og hafa stelpurnar sýnt miklar framfarir í vetur. Við fórum með A-lið sem var að spila í 2. deild og B-lið sem var að spila í 1. deild.
Stelpurnar í A-liðinu gerðu sér lítið fyrir og unnu alla sína leiki og urðu þar með 2. deildar meistarar. Liðið var að spila mjög vel og má segja að hörku vörn og sannkölluð eyjabarátta hafi fært þeim titilinn.
Stelpurnar í B-liðinu stóðu sig einnig vel og enduðu í fimmta sæti í 1. deild. Þær unnu einn leik, gerðu tvö jafntefli og töpuðu tveimur leikjum. Flestir leikjanna voru hörku leikir og mjög spennandi. Sem dæmi þá töpuðu stelpurnar bara með einu marki á móti Gróttu 2 sem urðu deildarmeistarar.
Þjálfarar og farastjóri vilja þakka stelpunum fyrir frábæra ferð sem tókst í alla staði mjög vel og óska þeim til hamingju með góðan árangur. Þær voru til fyrirmyndar jant utan sem innan vallar. Stelpurnar í 5. flokki hafa verið mjög duglegar að æfa og lagt sig mikið fram í vetur og eru núna að uppskera með þessum góða árangri.