Handbolti - Opinn fundur um handboltann í Vestmannaeyjum

27.feb.2007  14:09

Aðalstjórn ÍBV Íþróttafélags boðar alla áhugamenn um handbolta í Vestmannaeyjum til fundar. Fundarefni er staða handboltans hér í Eyjum í nútíð og framtíð. Hvetjum alla til að mæta, sem áhuga hafa á vexti og viðgangi ÍBV. Mætum öll í Týsheimilið fimmtudaginn 1. mars kl. 20.00.

Stjórn ÍBV Íþróttafélags.