Handbolti - ÍBV-Grótta í kvöld, þriðjudag kl. 19:00

20.feb.2007  09:37

Leikurinn fer fram í dag hvernig sem viðrar.

Í dag kl. 19:00 leika stúlkurnar okkar gríðarlega mikilvægan leik gegn Gróttu í undanúrslitum SS-Bikarsins. Leikurinn fer pottþétt fram í kvöld hvernig sem viðrar þar sem hluti af Gróttu liðinu kom í gær og restin kemur með Herjólfi í dag.

Það er ástæða til að hvetja Eyjamenn til að fjölmenna á leikinn og styðja við bakið á ÍBV í þessum gríðarlega erfiða leik. Með sigri komast stúlkurnar í Bikarúrslitaleikinn en það tekst ekki nema með þinni hjálp.