Nú um helgina er talsvert um leiki á höfuðborgarsvæðinu. Á laugardaginn spilar meistaraflokkur karla gegn Víking/Fjölni og hefst leikurinn kl. 15.00. Á sama stað kl. 17.00 spilar svo unglingaflokkur karla gegn Fjölni. Unglingaflokkur kvenna spilar í SS bikarkeppninni og er sá leikur gegn Haukum á Ásvöllur. Hefst leikurinn kl. 15.30. Þá spilar 4.flokkur karla undir stjórn Jóhanns Péturssonar, gegn Aftureldingu kl. 13.00 í Mosfellsbæ.
Á sunnudeginum spila svo bæði 2.flokkur karla og unglingaflokkur karla, 2.flokkur gegn FH kl. 11 í Kaplakrika og unglingaflokkur karla gegn Aftureldingu á Varmá kl. 9.00. Ljóst er að mikið verður um að vera hjá okkar fólki á stór reykjavíkursvæðinu og vonandi náum við hagstæðum úrslitum.