Drengirnir í 5. flokki karla léku í fjölliðamóti um síðustu helgi í Garðabænum. Þetta voru fyrstu leikir drengjanna á þessu tímabili en flest hinna liðanna voru að taka þátt í sínu öðru móti. Strákarnir áttu nokkuð í land miðað við önnur lið og töpuðu öllum sínum fjórum leikjum. Samt sem áður var stígandi í leik drengjanna batnaði leikur liðsins er á leið mótið.
Margt var til gamans gert í ferðinni og var til að mynda farið tvisvar í keilu og var ótvíræður keilukóngur liðsins Hallgrímur Júlíusson.
Drengirnir þurfa samt sem áður að leggja mikið á sig ef þeir ætla að ná betri liðum landsins. Það næst með því að mæta vel á æfingar og leggja sig þar fram eftir bestu getu.