Til að fræða fólk betur og valda ekki miskilningi þá er kannski rétt að taka nokkur atriði fram tengdum rekstri deildarinnar. En eins og eflaust flest vita þá hefur hann verið þungur á undanförnum árum og því leitar deildin logandi ljósi að tekjumöguleikum. Til að mynda hefur deildin nú ekki enn fengið aðlstyrktaraðila og værum við mjög þakklát ef fólk sem hefur ítök gæti aðstoðað okkur í því.
En ef við förum aðeins yfir rekstur handknattleiksdeildar kvenna og karla, þá hefur veltan verið 30- 40 miljónir síðustu ár.
Aðalstyrktaraðili hefur verið að styrkja frá 1.5-2.5 miljónum króna.
Tveir aðrir styrktaraðilar hafa verið að styrkja samtals í kringum 1.5 miljónir króna.
Útgerðir og fiskvinnslur í Eyjum hafa verið að styrkja samtals 2-3 miljónir króna (verður nær 3 miljónum þar sem Magnús Kristinsson styrkti okkur um 1 miljón á þessu ári, sem var frábært fyrir okkur).
Aðrir styrktaraðilar hafa verið að styrkja samtals í kringum 3 miljónir króna.
Þannig að fyrirtæki hafa verið að styrkja okkur í kringum 8-10 miljónir króna á ársgrundvölli. En það gerir í kringum 25-30% af veltu deildarinnar. Önnur velta kemur í sölutengdum verkefnum að ýmsum toga þar sem bæjarbúar hafa verið okkur ótrúlega velviljugir í gegnum árin.
Okkar draumur er að auka veltu okkar frá styrktaraðilum í formi auglýsingasamninga og styrktarsamninga. Það mundi gera rekstur deildarinnar viðráðanlegri að öllu leyti.
Við vonum því að til sé fólk sem geti haft samband við sína viðskiptaðila, eða vini og kunningja sem hafa ítök í fyrirtækjum um að styrkja okkur. Öllum þeim sem tilbúin eru að aðstoða okkur í þessu er bent á að hafa samband við Hlyn eða Viktor.