Handbolti - Góðir sigrar hjá 4.flokki kvenna

14.nóv.2006  12:57

Um helgina spilaði 4.flokkur kvenna ÍBV tvo leiki við Stjörnuna. Sigruðu stúlkurnar báða leikina frekar auveldlega en þetta voru fyrstu leikirnir í deildinni. A-liðið sigraði Stjörnuna 2 með 21 marki gegn 9 og skoraði Kristrún 6 mörk, Eva María og Elísa 4 mörk hvor, Aníta 3 og Saga Huld og Lovísa með 2 mörk hvor.

B-liðið keppti við B-lið Stjörnunnar og endaði sá leikur 24 mörk ÍBV gegn 10 mörkum Stjörnunnar. Markahæst hjá ÍBV var Sandra með 8 mörk, Arna Björk og Bylgja voru með 6 mörk hvor, Margrét með 3 mörk og Gígja með 1 mark.

Markmennirnir, Heiða í A-liðinu og Dröfn í B-liðinu, voru að verja vel í leikjunum.