Nú er lokið Pepsímóti 5. flokks kvenna sem fram fór í Eyjum um helgina. Stelpurnar og fylgdarfólk, nálægt 400 manns eru sigurvegarar mótsins. Þessir glæsielgu fulltrúar handboltans á Íslandi létu sig ekki muna um að koma til Eyja í stórsjó eins og sjá má á myndum á vefnum eyjar.net. Stelpurnar allar stóðu sig eins og hetjur um helgina og stóðu Eyjastelpurnar sig vel á mótinu. A lið ÍBV lennti í 6. sæti og B liðið í 5. sæti.
Sigurvegarar C liða var ÍR, B liða Grótta 2 og A liða Fylkir.
Það ber að þakka öllum stúlkunum og aðstandendum sem tóku þátt í mótinu fyrir þeirra þáttöku. Þá ber koma sérstöku þakklæti til Óskar Freyrs fyrir stjórnun mótsins sem og Palla Scheving fyrir alla sína vinnu.
Úrslit mótsins má sjá hér til vinstri á síðunni, undir handbolti og 5. flokkur kvenna Pepsímót. Þá eru einnig viðtöl frá mótinu á Halli TV hér til hægri á síðunni.