Handbolti - Stelpurnar unnum FH 31-28

17.okt.2006  23:43

Stelpurnar okkar léku gegn FH í kvöld og höfðu sigur 31-28 eftir að staðan hafði verið 13-11 í hálfeik okkar stúlkum í hag. Ekki var mikið skorað í upphafi leiks og þótt FH hefði verið nokkuð oft einum færri var staðan aðeins 4-4 þegar um miðjan fyrri hálfleik. Stúlkurnar leiddu eins og áður sagði 13-11 í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleik höfðu okkar frumkvæðið framan af en um miðjan seinni hálfleik komst FH 2 mörkum yfir. Á síðstu 10 mín leiksins tókur okkar stúlkur síðan við sér og báru eins og áður sagði sigurorð 31-28.

Markaskorarar ÍBV voru:

Valentina 9/7, Pavla Plaminkova 6, Pavla Nevarilova 6, Renata Horvath 4, Andrea Löw 4, Sæunn 1 og Hekla 1.

Branka varði 20 skot þar af 1 vítakast.

Markaskorarar FH voru:

Harpa 7, Camilla 5, Marianne 4, Ásta Björk 4, Guðrún Drífa 3, Linn 3, Hafdís 1 og Ásdís 1.

Laima og Marit vörðu ágætlega í markinu.

Viðtal má sjá á Halli TV