ÍBV tók á móti Gróttu í 4 umferð Íslandsmótsins á útivelli í gær, jafnt var á öllum tölum allan leikinn en eyjabaráttan skilaði sigurmarki þegar 8 sekúndur voru eftir. Ljóst var frá upphafi að liðin ætluðu að selja sig dýrt, Grótta enn taplausir og við eyjamenn töpuðu okkar fyrsta heimaleik í síðustu umferð. Jafnt var á öllum tölum í fyrri hálfleik en við þó yfirleitt skrefinu á undan og skilaði það tveggja marka forystu í hálfleik 12-14. Grótta mættu ákveðnir til leiks eftir hlé og náðu að snúa leiknum sér í hag, á fyrstu 20 mínutunum í seinni hálfleik virtist okkur fyrirmunað að koma knettinum í netið og þegar tæplega 10 mínutur voru eftir að leiknum var staðan orðinn 21-17 fyrir Gróttu. En þá tók Gintaras þjálfari leikhlé og við náðum að minnka forystuna niður í tvö mörk eftir það. Síðan þegar rúmlega 3 mínútur eru eftir og við tveim mörkum undir fiskar Grétar Þór víti og tvær og skorar síðan sjálfur úr vítinu, við gríðarlegan fögnuð áhagenda eyjamanna . Síðan vinnum við boltann aftur og jafnum þegar rúmlega mínúta er eftir. Síðan ver hinn ungi og efnilegi Kolbeinn frábærlega í markinu og eyjamenn geisast fram í hraðaupphlaup og þar er það að öðrum ólöstuðum maður vallarins Sigþór Friðriksson sem skorar sigurmarkið þegar 8 sekúndur eru eftir.
Frábær sigur fyrir þetta unga og efnilega lið sem á svo sannarlega eftir að geta komið á óvart ef næst upp svipuð stemming í liðið og í gær. Eins og fyrr segir fór Sigþór hreinlega hamförum bæði í vörn og sókn og er gríðarlega gott að fá hann aftur inn í liðið. Svo bar Siggi Braga sóknarleikinn uppi á löngum köflum og þar er Erlingur líka betri en enginn. Vörninn var gríðarlega góð þar sem Erlingur og Sigþór binda hana saman og ennig var gaman að sjá Kolla verja oft á tíðum mjög vel í markinu.
En gríðarlega gaman að horfa á leikinn og sjá þetta unga EYJA-lið berjast einn fyrir alla og allir fyrir einn og verður virkilega gaman að fylgjast með þessu í vetur og hvet ég Magga Braga að stjórna Stappinu og ná upp stemmingu í höllinni í bikarleiknum á miðvikudaginn og þá verður eftirleikurinn auðveldur hjá strákunum.
Markaskorarar ÍBV voru:
Sigþór 7, Siggi Braga 7, Grétar Þór 5, Erlingur 3 og Leifur 2.
Kolli varði vel í markinu.
Hörður Orri