Handbolti - Stelpurnar mæta Gróttu í kvöld

04.okt.2006  14:16

Í kvöld, miðvikudag, kl. 19:00 mæta stelpurnar okkar Gróttu og fer leikurinn fram á Seltjarnanesi. Við hvetjum Eyjamenn á höfuðborgarsvæðinu til að mæta á leikinn og styðja við bakið á stelpunum.

Þess má geta að Alfreð fyrverandi þjálfari okkar þjálfar Gróttu og Ragna Karen sem lék með okkur í fyrra leikur með Gróttu.

Eitt er víst að Grótta sem er eina ósigraða liðið það sem af er vetri ætlar sér sigur í kvöld en vonandi ná okkar stelpur að stöðva sigurgöngu þeirra.