Strákarnir okkar gerðu góða ferð austur er þeir unnu Hött í tvígang um helgina nokkuð sannfærandi. Fyrri leikurinn sem fram fór á föstudeginum fór 14-20 eftir að staðan hafði verið 7-9 í hálfleik. Strákarnir voru nokkuð lengi í gang og byrjuðu Hattar drengir betur en er á leið leikinn tóku okkar drengir öll völd á vellinum og unnu nokkuð sannfærandi sigur.
Í síðari leiknum sem fram fór á laugardeginum byrjuðu okkar drengir mun betur og sáu Hattar menn aldrei til sólar í þeim leik. ÍBV leiddi í hálfleik 10-17 og unnu síðan eins og áður sagði sannfærandi sigur 24-31.
Það er jákvætt að sjá að allir drengirnir voru að spila töluvert í þessum leikjum og stóðu sig mjög vel.
Markaskorarar ÍBV í leiknum á föstudeginum voru:
Grétar Þór 7, Siggi 3, Erlingur 2, Sigþór 2, Eyþór 2, Rikki 1, Bergur 1, Hilmar 1 og Daði 1.
Jói stóð vaktina mest allan leikinn og varði mjög vel.
Markaskorarar ÍBV í leiknum á laugardeginum voru:
Siggi 6, Grétar Þór 5, Rikki 4, Óttar 4, Erlingur 3, Eyþór 3, Bergur 3, Sigþór 1, Hilmar 1 og Daði 1.
Allir þrír markmenn liðsins þeir, Jói, Kolli og Friðrik stóðu vaktina í þessum leik og stóðu sig allir mjög vel og lokaði Frikki hreinlega markinu þann tíma sem hann spilaði.