Handbolti - Stelpurnar lögðu Val að velli

30.sep.2006  23:41

Í dag léku stelpurnar við Val og unnu góðan sigur 30-26. Okkar stelpur byrjuðu leikinn betur og leiddu ávallt 2-4 mörk en staðan í hálfleik var 17-15 fyrir okkar stelpur. Í seinni hálfleik byrjuðu okkar stelpur einnig betur og höfðum við leikinn í okkar hendi er skrautlegir dómarar leiksins tóku leikinn endanlega í sínar hendur og við það náðu Valsstúlkur að komast yfir 22-24. En stelpurnar sýndu gífurlegan góðan karakter með því að jafna leikinn í 25-25 og síðan að innbyrða sigur 30-26.

Það sem skóp þennan sigur var gríðarlega góð liðsheild og barátta í stelpunum sem létu mótlæti ekki á sig fá. Gaman var að sjá hve ungu stelpurnar stóðu sig vel, þ.e.a.s. Sæunn í vörninni og Hekla sem stóð sig einnig mjög vel í sókn sem vörn.

Þetta var skemmtilegur leikur en áhorfendur hefðu mátt vera fleirri.

Markaskorarar ÍBV voru:

Valentina 10/7 , Pavla P 9, Renata 4, Andrea 3, Pavla N 3 og Hekla 1.

Branka varði mjög vel í markinu og varði hún á milli 25-30 skot.

Markaskorarar Vals voru:

Rebekka 5, Alla 4, Ágústa 4/1, Hafrún 3, Kristín 4, Sigurlaug 2, Katrín 2, Arna 1, Drífa 1 og Hildigunnur

Dómarar leiksins voru:

Vilbergur F. Sverrisson og Brynjar Einarsson.

Áhorfendur voru:

200 manns.

Sjá má viðtöl sem tekin voru eftir leik á Halli TV.

Hér má sjá hluta af umfjöllun um leikinn sem birt var á www.eyjafrettir.is

"Umfjöllun um leikinn verður ekki án þess að minnast á dómarapar leiksins sem gjörsamlega missti leikinn úr höndum sér og voru algjörlega vanhæfir til starfans í dag. Reyndar hafa þeir félagar Vilbergur Sverrisson og Brynjar Einarsson oft dæmt í Eyjum áður og ávallt staðið sig betur en í dag enda var dómgæslan í leiknum líklega ein sú versta sem undirritaður hefur orðið vitni að síðustu árin."