Handbolti - Lokahóf yngri flokka ÍBV

28.sep.2006  15:37
Ákveðið hefur verið að halda lokahóf yngri flokka ÍBV í fótbolta þriðjudaginn 3.október. Verður hátíðin haldin í Íþróttahúsinu og hefst fjörið kl. 18.00. Að þessu sinni verður þetta lokahóf fyrir 4., 5., 6., 7. og 8.flokk karla og kvenna og eru foreldrar auðvitað hvattir til að koma með. Grillaðar verða pylsur handa öllum og pepsi veitt með. Nýjung verður að þessu sinni fyrir 3.flokk karla og kvenna því þeirra lokahóf verður með meistaraflokki félagsins og Sumarlokum ÍBV 7.október.