Handbolti - Forkeppni Unglingaflokks karla í Kópavogi.

19.sep.2006  10:36

Unglingaflokkur karla fór til Reykjavíkur síðustu helgi og spiluðu í forkeppni HSÍ og gekk alveg þokkalega en leikirnir fóru sem hér segir:

Laugardagur 16.09

ÍBV-Fjölnir 25-14
ÍBV-Afturelding 20-20

Sunnudagur 17.09

ÍBV-Þór Akureyri 13-18
ÍBV-HK 13-19


Varnarleikur og markvarsla var mjög góð, en sóknarleikur á sunnudeginum frekar slappur sem skýrist að miklu leyti á fámennum hópi, aðeins 8 útileikmenn. En semsagt margt jákvætt og munaði aðeins 1 marki að þeir kæmust í umspil um að spila í efstu deild.