Fótbolti - Opið í getraunum á morgun

15.sep.2006  07:07

Hópaleikur af stað aðra helgi

Opið verður í getraunadeildinni á morgun enda starfið að komast á fullt eftir dapurt sumar. Hópaleikir, Bikarkeppnir og fleira gott framundan framkvæmdastjórar haustsins verða þeir félagar Sigfús Gunnar og Tryggvi Már og hafa þeir fengið gott lið sér til halds og trausts og ber þar fyrstan að telja Örn Hilmis, allir þrír eru þessir Arsenal-menn og því verður nóg hægt að skjóta á þá þegar menn mæta að tippa í vetur, nú er bara að taka fram pennan og byrja að tippa og vera svo búin að stofna lið fyrir næstu helgi þegar fjörið byrjar af fullum krafti.