Fótbolti - Hópferð á ÍA - ÍBV

13.sep.2006  14:03
Ákveðið hefur verið að efna til hópferðar á stólrik ÍA og ÍBV á Skipaskaga á laugardaginn. Farið verður frá Eyjum kl. 11.00 - flogið á Bakka og þaðan haldið í langferðabifreið á Klúbbinn uppi á Höfða þaðan verður svo lagt af stað upp á Skaga um 14.30 þar sem haldið verður til móts við stuðningsmenn skagamanna og þar munu stuðningsmenn liðanna ætla að skemmta vhorum öðrum. Að leik loknum verður haldið sem leið liggur á Bakka. Verð kr. 7.000,- ath. það er án miða á völlinn - Fólk getur einnig komið bara upp á Höfða í klúbbinn og fengið far þaðan upp á Skaga og skutl þá á sama stað í bakaleiðinni. - verð fyrir það er kr. 2.000,- án aðgöngumiða á völlinn. Æskilegt er að fólk bóki sig í hvoru tveggja hjá Sverri í síma 445 2013