Fótbolti - Knattstefna

09.sep.2006  09:50
Þjálfaranámskeið í haust?
Knattspyrnuráð ÍBV er nú að skoða þann möguleika að halda hér í Eyjum í haust líitð þing eða ráðstefnu ef svo má að orði komast um framtíð knattspyrnunnar í Eyjum, og jafnvel víðar, ætlunin er að fá nokkra aðila til að halda fyrirlestra hvern með sínu sniði og svo í lok ráðstefnunar að hafa pallborðsumræður þar sem að menn geta lagt fram fyrirspurnir og varpað fram hugmyndum. Engin dagsetning hefur verið nelgt niður ensem komið er enda málið ekki komið í fastan farveg þó svo að þessar pælingar hafi verið komnar af stað síðasta haust en þá hættum við við þessi áform. Okkur knattspyrnuráðsmönnum þætti gaman að fá að heyra hvað til dæmis spjallverjum finnst um þessa hugmynd.
Einnig er verið að spá í að reyna að halda þjálfaranámseið hérna í haust og get áhugasamir sett í sig í samband við mig í síma 895 8375 eða á netfangið preyrun@simnet.is gaman væri ef að næg þátttaka fæst því þá væri jafnvel í framhaldinu hægt að halda 2. stigs námskeið fljótlega. Vil hvetja áhugasama um að hafa samband við mig.