Fótbolti - 2 fl. Karla ÍBV - Leiknir

15.ágú.2006  10:33

Á morgun kl. 19.00

Strákarnir í 2. fl. gerðu góða ferð til Íslands um síðsutu helgi er þeir fóru með Herjólfi og spiluðu við Selfoss/Ægi í Þorlákshöfn, er skemmst frá því að segja að þeir sigruðu 6-0 með mörkum frá Agli (2), Antoni, Guðjóni, Einari Kristni og Arnóri. Nú eru 5 leikir eftir hjá peyjunum þar af 4 heimaleikir og er næsti leikur á morgun gegn Leikni kl. 19.00 á Þórsvelli.
Síðan er leikur gegn Víkingi Ólafsvík á föstudaginn og eftir helgina á þriðjudaginn er leikið gegn Selfoss/Ægir og svo föstudaginn 25. ágúst er leikið gegn Gróttu í Reykjavík Lokaleikurinn er svo 4. september gegn Njarðvík á heimavelli. Peyjarnir eiga en séns á að komast í úrslitakeppnina ef að þeir ná í góða sigra. Ef svo færi að þeir næðu öðru sætinu munu þeir leika við Þór Akureyri um sæti í riðlinum fyrir ofan.