Handbolti - Gintaras þjálfar strákana okkar

14.ágú.2006  17:12

Gintaras Savukynas frá Litháen verður þjálfari mfl. karla og annars flokks karla á komandi tímabili. Hann ætti að vera okkur Íslendingum góðu kunnur eftir m.a. frábæra frammistöðu á leikvellinum með Aftureldingu og Gróttu/KR fyrir nokkrum árum síðan. Hann er einn af betri handknattleiksmönnum sem hafa komið hingað til lands í gegnum árin og er ekki síðri þjálfari af sögn kunnugra. Hann hefur gert þriggja ára samnig við ÍBV með uppsagnarákvæði næsta sumar af beggja háflu.

Undanfarin tvö og hálft ár hefur hann dvalið í Litháen við þjálfun í efstu deild þar sem hann hefur náð frábærum árangri með lið sitt Panevezys VikingMalt. Lið hans varð Bikarmeistari 2004 og 2005 en tapaði bikarúrslitaleiknum í vor. Endaði í öðru sæti í deild 2004/2005 og vann síðan deildina í vor og rauf þar með áralanga hefð Kaunas fyrir litháeska meistaratitlinum. Þá hefur hann verið aðstoðarþjálfari litháeska landsliðsins síðan 2005.

Von er á Gintaras til Eyja á næstu dögum og bjóðum við hann velkominn til starfa fyrir ÍBV og við væntum mikils af honum á næstu árum.

Við munum segja frekari fréttir af leikmannamálum á morgun hér á síðunni.