Handbolti - ÍBV-ari?

10.ágú.2006  02:25

Stuðningur og samstaða kemur okkur langt

Við göngum flest hér um bæinn með höfuðið hátt og látum vita að því að við erum Eyjamenn sem og gallharðir ÍBV-arar. Skoðanir okkar geta verið mismunandi á því hvað við köllum Eyjamenn og ÍBV-arar.

En ég kalla Eyjamenn þá aðila sem virkilega hafa ást á okkar yndislegu eyju og eru tilbúnir að leggja sig fram um að gera okkar bæjarfélag enn betra en það er í dag með samstöðu sinni og samtakamætti.

ÍBV-ari tel ég vera einstakling sem er virkilega tilbúinn að fórna sér í starfi og stuðning fyrir félagið. Lætur hagsmuni félagsins ganga fyrir eigin hagsmunum og er tilbúinn að láta gott af sér leiða.

Ég spyr sjálfan mig að því hvort bæjarfélagið og félagið okkar sé að breytast þar sem oft finnst mér vanta þá samstöðu, hjálpsemi og vinnusemi sem hefur einkennt og Eyjamenn og ÍBV-ara.

Ég held að ég og við öll höfum gott að því skoða eigin garð og reyna að bæta okkur í þessum málum vonandi til batnaðar fyrir okkar frábæra samfélag.