Fótbolti - 3.flokkur karla og kvenna á Gothia cup

20.júl.2006  16:29

- Yngra liðið hjá stelpunum komið í 8-liða úrslit

Síðustu daga hafa 3.flokkar karla og kvenna í knattspyrnu verið í eldlínunni í Gautaborg þar sem fram fer eitt stærsta knattspyrnumót sinnar tegunar í Evrópu. Undirbúningur fyrir ferðina hefur staðið yfir lengi og mikil tilhlökkun verið hjá hópnum.

Liðin hafa leikið einn leik á dag síðustu daga og hefur gengið ágætlega. Strákarnir féllu út í morgun eftir hetjulega baráttu og eldra lið stelpnanna féll einnig úr leik í morgun. En það er hins vegar yngra lið stelpnanna sem hefur staðið sig best. Stelpurnar hafa unnið alla sína leiki og nú rétt áðan báru þær sigurorð af liði Brighton frá Englandi og tryggðu sér því sæti í 8-liða úrslitum mótsins sem er alveg frábær árangur. 8-liða úrslitin fara fram á morgun og ef stelpurnar vinna þann leik spila þær einnig undanúrslitaleik á morgun. Úrslitaleikirnir um 1.sæti fara svo fram á hinum fræga Ullevi leikvangi að viðstöddum fjölda áhorfenda.

Við hér heima sendum hópnum okkar bestu óskir um áframhaldandi gott gengi í Svíþjóð. ÁFRAM ÍBV !!

Hægt er að fylgjast með gangi mála inni á heimasíðu mótsins www.gothiacup.se