Áhugafólk um handboltann í Eyjum.
Á þriðjudag, kl. 21:00, ætlar áhugafólk um mfl. handboltans að hittast í Týsheimilinu og ræða félagsstarfið fyrir komandi keppnistímabil. Þetta verður framhald fundar sem haldinn var sl. fimmtudag. Nú er ætlunin að skerpa enn frekar það sem rætt var þá og athuga hvort að fólk sé tilbúið að taka að sér hin ýmsu verkefni vetrarins.
Þar er ætlunin að við reynum að skapa öflugan hóp fólks sem tilbúið er að taka þátt í starfinu. Fólk sem tilbúið er að starfa t.d. á Bryggjudeginum, Þjóðhátíðinni (skran sala, pylsusala, innrukkun), Vor í Eyjum o.sframv.
Þá er einnig ætlunin að leita að fólki sem tilbúið er að taka að sér að leiða ákveðin verkefni t.d:
Við vonumst til að sjá sem flest á fimmtudaginn og að við náum að mynda góðan kjarna af fólki sem hefur áhuga að efla handboltann í Eyjum.
Handknattleiksráð ÍBV