Á fimmtudag, kl. 18:15, ætlar áhugafólk um mfl. handboltans að hittast í Týsheimilinu og ræða félagsstarfið fyrir komandi keppnistímabil.
Þar er ætlunin að við reynum að skapa öflugan hóp fólks sem tilbúið er að taka þátt í starfinu. Fólk sem tilbúið er að starfa t.d. á Bryggjudeginum, Þjóðhátíðinni (skran sala, pylsusala, innrukkun), Vor í Eyjum o.sframv.
Þá er einnig ætlunin að leita að fólki sem tilbúið er að taka að sér að leiða ákveðin verkefni t.d:
Við vonumst til að sjá sem flest á fimmtudaginn og að við náum að mynda góðan kjarna af fólki sem hefur áhuga að efla handboltann í Eyjum.
Fundurinn mun standa eigi lengur en fram að leik ÍBV og ÍA. Þannig að þetta verður létt klukkutíma spjall.
Handknattleiksráð ÍBV