Vonandi eru vinnubrögð hans einstök í heiminum?
Það var fróðlegt að hlíða á niðurstöðu Dómstóls HSÍ í kæru máli okkar gegn Stjörnunni í málefni t.d. Florentinu Grecu. Þar vísaði Dómstóllinn málinu frá þar sem ekki væru beinar sannanir fyrir því að Stjarnan hefði rætt við Florentinu. Það er mjög fróðlegt að vita til þess að Dómstóll HSÍ sem eflaust er sá eini í heiminum sem hefur ekki áhuga á að hlíða að vitnisburð fólks til sakfellingar eða sýknu heldur einungis skjalfestar sannanir. Eflaust vilja þau að við förum að t.d. að hlera síma leikmanna til að geta fært þeim upptökur af samtölum þeirra við önnur lið. Frekar en að spyrja leikmenn eða forystumenn liða beint um þessi mál.
Við getum t.d. borið þetta saman við morðmál þar sem Dómstóll getur ekki kveðið upp dóm þar sem t.d. morðvopnið finnst ekki og er ekki tilbúinn að hlusta á vitnisburð fjölmargra vitna til sönnunar. Ég held að það mundi þá heyrast í fólki.
Það er t.d. greinilegt að KSÍ er mörgum skrefum fyrir ofan okkur í þessum málum með t.d. hliðsjón af málinu er Valur ræddi ólöglega við Atla Jóh og að sjálfsögðu var dæmt í því máli og rætt við málsaðila. En Dómstóll HSÍ telur ekki þörf á að ræða við málsaðila og vitni, vonandi eini dómstóllinn í heiminum sem vinnur þannig.
Nei Dómstóll HSÍ er einstakur eins og raunar forysta HSÍ sem virðist einungis ganga atbeina örfára útvalda gæðinga.
Við vonum að Dómstóll HSÍ sjái sér fært að skila frá sér niðurstöðum í þeim kærum er við höfum þar til meðferðar sem nú þegar hafa tekið margar vikur þar. En því miður hafa niðurstöður dómstólsins borist seint og helst í skjóli myrkurs.