Fyrir hvern?
Sjálfan sig?
Um helgina fer fram hið árlega þing Evrópska handknattleikssambandsins. Af því tilefni velti ég eftirfarandi fyrir mér og gott væri ef t.d. stjórn HSÍ ætti svör við þessu?
1. Hvaða Íslendingar verða fulltrúar á EHF þinginu.?
Ekki vitað-leyndarmál.
2. Hver kýs þá?
Þau sjálf.
3. Hafa íslensku fulltrúarnir rætt við félögin í landinu um hvaða málefni þau leggja áherslu á?
Nei, þau eru fulltrúar sjálfs síns.
4. Hvaða tillögur mun Ísland flytja á þinginu?
Ekki neinar svo vitað sé.
5. Hefur stjórn HSÍ velt því fyrir sér hvort að núverandi mótafyrirkomulag sé hentugt fyrir íslenskt félagslið og hvort ekki rétt væri að koma með breytingu þar af lútandi og fá aðrar þjóðir í lið með sér?
Þar sem ég tel að við eigum að hvetja "minni" þjóðir innan handboltans til að gera breytingar á núverandi mótafyrirkomulagi og hef komið minni hugmynd á framfæri fyrir nokkrum vikum til HSÍ en ekki veit ég hvort að fulltrúar Íslands muni bera tillögu þess efnis fram.
Ekki svo vitað sé.
Það er vonandi að einhver geti frætt undirritaðan um þetta og svarað viðkomandi þá t.d. með tölvupósti eða í síma.
Hlynur Sigmarsson