Handbolti - Stelpurnar komnar í úrslit

30.apr.2006  23:39

Viðtöl á Halli TV

Stelpurnar unnu sl. sunnudag góðan sigur á Stjörnunni 31-24 eftir að staðan hafði verið 16-11 í hálfleik. Með þessum sigri komust stúlkurnar okkar í úrslitaleikina gegn Val þar sem tvö af toppliðum vetrarins munu mæta. Eflaust verður þar um mjög skemmtilega viðreign að ræða.

En leikurinn gegn Stjörnunni byrjaði nú ekki vel þar sem Stjarnan byrjaði af miklum krafti og komst m.a. í 0-3 en eftir það komust okkar stelpur betur inn í leikinn og skoruðu fjögur næstu mörkin og breytt stöðunni í 4-3. Eftir það höfðu okkar stelpur ávallt yfirhöndina í leiknum og leiddu 16-11 í hálfleik.

Í síðari háfleik byrjuðu okkar stelpur af miklum krafti og skoruðu tvö fyrstu mörk hálfeiksins og náðu þá sjö marka forystu 18-11. Í kjölafarið fékk Renata nokkuð óverðskuldað að líta rauða spjaldið og í kjölfarið kom nokkuð kæruleysi í leik okkar stúlkna og Stjörnustúlkur hleyptu smá lífi aftur í leikinn er þær náðu að minnka muninn niður í þrjú mörk. En lengra komust þær ekki og okkar stúlkur náðu að auka forystuna með góðu leik undir lok leiksins og lokatölur leiksins urðu sem fyrr segir 31-24.

Það er ástæða að óska stelpunum til hamingju með þenna sigur og vonandi að þær komi grimmar til leiks í Valsleikina.

Markaskorarar ÍBV voru:

Simona 9/4, Pavla 7/1, Ingibjörg 6, Ragna Karen 6, Ester 2 og Hekla 1.

Flora stóð vaktina í markinu og varði ágætlega.

Markskorarar Stjörnunnar voru:

Jóna Margrét 12, Harpa Sif 4, Kristín 4, Sólvegi 2, Elisabeta 1 og Rakel 1.

Jelan og Helga stóðu vaktina í markinu og vörðu ágætlega.

Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson.

Eftirlitsdómari: Gunnar K. Gunnarsson

Áhorfendur: 200