Handbolti - Þór gefur leikinn

29.apr.2006  14:25

Ótrúlegt hjá Þórsurum

Þór ákvað að stóla á flug í leik sem skylda var að mæta í. Þetta er skrítin ákvörðun hjá Þórsurum og sorglegt fyrir handboltann að ekki skulu leikir fara fram og að flauta þurfi þá af. Fjárhagslega er þetta dýrt spaug fyrir Þórsara sem þurfa nú að borga HSÍ í kringum 1 miljón í sekt. Þannig að eini kosturinn fyrir handboltahreyfinguna er sá að HSÍ fær fjármuni í sinn sjóð en á sama skapi dýrt spaug fyrir Þórsara.

Þetta er einnig dapurt fyrir okkar leikmenn og áhorfendur sem og handboltahryfinguna að þurfa að lenda í þessu í efstu deild.

Það er einnig sorglegt að lið eins og Þór skuli vera að lenda í þessu þar sem ekki hefur verið auðvelt fyrir þá né okkur sem og mörg önnur félög að halda úti liði í mfl. Okkur þykir miður að Þór þurfi að lenda í þessu en samt sem áður hefðu þeir mátt segja sér að það er ekki hægt að stóla á flug til Eyja.