Handbolti - Tap gegn Stjörnunni 20-24

25.apr.2006  23:06

Stúlkurnar okkar biðu lægri hlut í kvöld fyrir Stjörnunni 20-24 eftir að staðan hafði verið 8-10 í hálfleik. Það voru Stjörnustúlkur sem leiddu allan fyrri hálfleik og var sókn okkar stúlkna frekar döpur. Með nokkri seiglu tókst okkar stúlkum að fara inn í hálfleik aðeins 2 mörkum undir 8-10.

Í upphafi seinni hálfleiks komu okkar stúlkur grimmar til leiks og miðjan seinni hálfleik náðum við að komast í tveggja marka forystu 18-16 en þá komu fjögur Stjörnumörk sem breyttu stöðunni í 18-20. Á þeim kafla var ótrúlegt að horfa á dómaraparið hreinlega fara einnig með leikinn fyrir ÍBV. Eftir það sáu okkar stúlkur því miður ekki til sólar og leikurinn endaði eins og áður sagði 20-24 fyrir Stjörnunni. Helsta ástæðan fyrir þessu tapi er dapur sóknarleikur af okkar hálfu og að okkar stúlkur voru engan veginn tilbúnar í þennan leik. En ekki var dómgæslan heldur til að hjálpa til.

Markaskorarar ÍBV voru:

Pavla 9, Renata 6, Ingibjörg 2, Simona 2 og Ragna 1.

Flora varði 17 skot í markinu.

Markaskorarar Stjörnunnar voru:

Elísabet 7, Kristín 6, Sólvegi 5, Rakel 2, Harpa og Jóna Margrét 2.

Jelena stóð vaktina í markinu og varði vel.

Dómarar leiksins voru: *$* og *$*.

Áhorfendur voru: 400.