Handbolti - Góður sigur á Selfossi 28-35

22.apr.2006  22:55

Strákarnir okkar gerðu góða ferð á Selfoss er þeir sigruðu heimamenn 28-35 eftir að hafa verið undir 16-15 í hálfleik.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en í þeim seinni náðu okkar drengir yfirhöndinni með betri vörn og markvörslu og unnu sanngjarnan sigur eins og áður sagði.

Markaskorarar ÍBV voru:

Erlingur 7, Óli Víðir 7, Siggi 6, Rikki 5, Jenni 4, Grétar 3, Sævald 2 og Grétar Stefáns 1.

Björgvin og Þorgils stóðu vaktina í markinu og voru að verja ágætlega.

Markaskorarar Selfoss voru:

Atli 8, Elvar 8, Ramunas 5, Davíð 4 og Hörður 3.