Fótbolti - ÍBV - Þróttur í Fífunni í dag kl. 14.00

20.apr.2006  08:59
tekst peyjunum að komast í undanúrslit?
já og Gleðilegt sumar

Síðasta umferðin í riðlakeppni deildarbikarsins fer fram í dag og þá mæta okkar menn Þrótti Reykjavík, sem eru undir stjórn Atla Eðvalds sem þjálfaði nú hjá okkur á sínum tíma. Þróttarar spiluðu ekkert sérstaklega vel í upphafi móts en hafa bætt sig verulega og eru því sýnd veiði en ekki gefinn. Gaman verður að sjá hvernig okkar strákum gengur í þessum leik en með sigri þá komumst við í undanúrslit í deildarbikarnum. Eyjaskeggjar á höfuðborgarsvæðinu eru hvattir til þess að mæta á leikinn og styðja strákana í baráttunni.
Nokkuð er um forföll í ÍBV liðinu og eru t.d. Andri Ólafs, Bjarni Hólm og Pétur Runólfs en frá vegna meiðsla og einhverjir eiga við eitthvað smávægilegt hnjask að stríða en þetta er nú einu sinni hóp-íþrótt og því kemur maður í manns stað (þvílík speki)
Eyjamenn, konur og börn á höfuðborgarsvæðinu skellið ykkur í Fífuna í dag kl. 14.00