Fótbolti - Upphitunar- og skemmtikvöld í Rúgbrauðsgerðinni 21. apríl

13.apr.2006  11:16

Nokkrir vaskir stuðningsmenn á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að efna til Upphitunar og skemmtikvölds á höfuðborgarsvæðinu föstudaginn eftir páska, þann 21. apríl. Dagskráin er ekki alveg fullmótuð en nú þegar liggur samt fyrir að Páll Magnússon útvarpsstjóri Íslands mun hefja kvöldið, svo munu kumpánarnir í Hoffman bræður þenja barkann og kynna lög af væntanlegri breiðskífu og hver veit nema að það verði hægt að panta eintak þarna. Sveinn Waage, Svala dj og ýmislegt fleira verður í boði,svo sem happdrætti, myndasýning og jafnvel skemmtiatriði frá leikmönnum. Keppnisbúningur sumarsins verður kynntur. Veislustjóri verður enginn annar en knattspyrnudómarinn og málningarsalinn Smári Stefáns.. Leikmenn og þjálfari verða á svæðinu og mun þjálfarinn ætla að flytja tölu.

Nú þegar eru roknir út um 60 miðar og því fer hver að verða síðastur því aðeins eru í boði 180 miðar og kostar kvikindið 1500 kall og fylgir því einn svalur. Þegar honum hefur verið skolað niður verður hægt að komast yfir einhvern ískaldann. Ath.: Þetta er ekki bara Herrakvöld því Eyjapæjur eru líka boðnar velkomnar.

Sjáið þið hvað Jón er næs - liðsmyndin er af sigurliði Yngri í hitaleiknum úti á Portugal um daginn. en þar sigruðu þeir þá eldri við litla hamingju gamalmennanna